Flokkar

 

Áratugur

Sonur

Sonur

Ólöf Pálsdóttir


  • Ár : 1955
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Brons

Verkið er staðsett í höggmyndagarði kvenna við tjörnina. Verkið er í eigu Listasafns Íslands Verkið Sonur sýnir ungan, nakinn mann sitja á stalli með útbreiddan faðminn og lófar hans vísa fram. Höfuðið hvílir á löngum hálsi og hallar eilítið aftur. Líkaminn er í senn spenntur og í ró; ungi maðurinn breiðir eftirvæntingarfullur út faðminn á móti lífinu sem er í vændum. Ólöf segir sjálf í viðtali að Sonur sé tákn íslenskrar æsku en verkið tileinkar hún móður sinni. Verkið var útskriftarverk Ólafar við Konunglega listaháskólann árið 1955 og hlaut hún æðstu viðurkenningu skólans, gullpeninginn, fyrir verkið, auk námsstyrks. Gullpeningurinn hafði verið veittur í um 200 ár og Ólöf er fyrsta og eina íslenska konan til að hljóta þessa eftirsóttu viðurkenningu. Opinber umfjöllun um verkið og listamanninn var einkar jákvæð í dönskum fjölmiðlum og þar var meðal annars sagt að Ólöf væri hæfileikaríkur myndhöggvari, að verk hennar bæru vott um sjálfstæði og persónuleika og væru einkar fagmannlega útfærð. Menntamálaráð keypti verkið árið 1959 fyrir Listasafn Íslands og lét steypa það í brons.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann