Flokkar

 

Áratugur

Einhyrningur, Tvíhyrningar

Einhyrningur, Tvíhyrningar

Magnús Tómasson


  • Ár : 1990
  • Hæð : 340 cm
  • Breidd : 1050 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Verkið er staðsett við Vesturbæjarskóla Magnús Tómasson fékk það verkefni að vinna að skúlptúrum fyrir utan Vesturbæjarskóla og hanna lóðina í náinni samvinnu við arkitektinn Ingimund Sveinsson. Steinarnir eru ómótaðir af hönd listamannsins en hann hefur fest á þá nautshorn og einhyrningshorn úr áli.Við fáum á tilfinninguna að þarna standi einhyrningur á móti tveimur nautum. Steinarnir mynda ögrandi spennu gagnvart skólabyggingunni og umhverfinu og eru til þess fallnir að vekja ímyndunarafl barnanna sem þar stunda nám og fá þau til að hugsa um umhverfi sitt á frjóan og sjálfstæðan hátt.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann