Flokkar

 

Áratugur

Hafmeyjan

Hafmeyjan

Nína Sæmundsson


  • Ár :
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Brons

Verkið er staðsett í Tjörninni Hafmeyjan í Höggmyndagarði kvenna í Reykjavík var steypt í brons eftir frummynd sem Nína vann um 1948 á vinnustofu sinni í Hollywood. Nína notaði í verkum sínum margvíslegar menningarlegar tilvísanir, ekki síst goðsagnaminni, þar sem konan er í aðalhlutverki, og er Hafmeyjan eitt þeirra verka. Samkvæmt þjóðsögunni sat hafmeyjan á kletti í hafinu og lokkaði með söng til sín sæfara sem hurfu í faðmi hennar ofan í hafdjúpið. Nína mótar þessa þjóðsagnaveru af klassískum þokka og ljóðrænni mýkt og hafmeyjan ljómar af fegurð og kvenleika. Samruni kvenlíkamans og hins þétta og stinna fisksporðar myndar í heild mjúkar og ávalar línur og við það nær listakonan fram sveigju og um leið meiri slökun í líkama hafmeyjunnar. Nína dregur formfagran sporðuggann fram fyrir kynjaveruna og opnar hann líkt og blævæng . Hægri höndin hvílir á klettinum en hún réttir fram þá vinstri, með lófann opinn, líkt og hún bjóði áhorfandanum að fylgja sér.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann