Flokkar

 

Áratugur

Galdramaður

Galdramaður

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1946
  • Hæð : 68.5 cm
  • Breidd : 45 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Þessa mynd gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1946. Hún var fyrst unnin í gifs en síðan steypt í brons. Í þessu verki hefur listamaðurinn horfið frá hefðbundinni náttúrulíkingu og minnir formskriftin fremur á form og fyrirbrigði úr náttúrunni – landslag sem er sorfið af veðrum og vindum. Myndefnið sækir Ásmundur, líkt og í fleiri verkum frá þessum tíma, í íslenskar þjóðsögur. Ekki er þó vitað hvort listamaðurinn hefur viljað lýsa einhverjum sérstökum galdramanni. Við verðum því að taka hann í algildri merkingu. Um galdramenn í íslenskum þjóðsögum segir Sigurður Nordal í þriðja bindi Þjóðsagnabókarinnar: „Galdramenn urðu að nema konstir sínar, í Svartaskóla, af eldri galdramönnum eða bókum, eins og t.a.m. Gráskinnu eða Rauðskinnu. Þeir urðu lærðir, fróðir, vissu lengra en nef þeirra náði, kunnu meira en sitt faðirvor o.s.frv. Og þeir beittu þessari kunnáttu sinni í ákveðnum tilgangi, oft og einatt af lakara taginu, svo að snemma ganga sögur af því, að þeir yrðu óvinsælir og þeim væri harðlega refsað.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann