Í þessu verki kemur Ragnar fram sem forsprakki djass-stórsveitar í sviðsettum gamaldags danssal. Listamaðurinn syngur ítrekað „Sorgin sigrar hamingjuna“, einu orð verksins, hundruð sinnum, aftur og aftur. Án þess að víkja frá einfaldleika frasans sem sunginn er, lagar hann sig að hinni hægu uppbyggingu tilbrigða sem hljómsveitin fer í gegnum í bakgrunni, sem og tímanum í síendurtekinni möntrunni. Með leikrænum og dramatískum hætti virðist verkið bjóða tilfinningalega lausn undan trúarlegri þröng og veita nokkurs konar huggun í angurværð hversdagsins.
Veistu meira? Líka við Mitt safn
0