Flokkar

 

Áratugur

Negri

Negri

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1928
  • Hæð : 95 cm
  • Breidd : 39 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Höggmyndin var skólaverkefni þegar Ásmundur nam í nokkra mánuði við Académie Julien í París árið 1928. Myndin er af nöktum manni, hún er fyrst og fremst einföld anatómíustúdía og sýnir glöggt listmennt og þekkingu Ásmundar á grundvallaratriðum höggmyndalistarinnar. Þetta verk er sérstaklega athyglisvert sem hlutlaus viðmiðun við þær formskriftir sem síðar áttu eftir að einkenna verk Ásmundar. Um verkið sagði Ásmundur í samtali við Matthías Johannessen í Bókinni um Ásmund: „Þetta er ljósmyndun ... Ég gerði þessa styttu að gamni mínu í París til að æfa mig á sem flestum fyrirmyndum. ... Þetta var góð æfing, góður skóli. Og nauðsynlegur. Það er gott að kynnast sjálfum sér, komast að raun um hvað maður getur“ (bls. 36).

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann