Flokkar

 

Áratugur

Passíutónar

Passíutónar

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1956
  • Hæð : 66 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Myndina Passíutónar gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1956 og er hún unnin í járn og kopar. Verkið er samsett úr óhlutlægum formum og mynd af hluta úr mannslíkama. Þessi tvenns konar form eru tengd saman með strengjum og umkringja holrýmið. Samspil formanna framkallar létta og svifkennda stemningu. Líkt og nafnið bendir til miðlar verkið trúarlegri hugsun. Orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem merkir þjáning og vísar oftar en ekki til þjáningar og píslarsögu Krists. Hér er að öllum líkindum um að ræða vísun til Passíusálma Hallgríms Péturssonar (1614–74). Þó svo að mannslíkaminn tjái þjáningu og raunir, er ekki þar með sagt að verkið eigi að myndgera pínu og dauða Jesú. Verkið Passíutónar er fremur óður til skáldsins.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann