Flokkar

 

Áratugur

Héðinn Valdimarsson

Héðinn Valdimarsson

Sigurjón Ólafsson


  • Ár : 1952
  • Hæð : 240 cm
  • Breidd : 98 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Við suðvesturhorn leikvallar er snýr að Hringbraut Um svipað leyti og Sigurjón Ólafsson vann að minnismerki sr. Friðriks Friðrikssonar við Lækjargötu tók hann að sér að gera standmynd af Héðni Valdimarssyni (1892–1948), alþingismanni og formanni Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Standmyndin var gerð fyrir Byggingarfélag alþýðu og er enn í eigu húsfélags alþýðu, en á sínum tíma var Héðinn einn helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna. Haustið 1953 var afsteypa af styttunni, sem gerð var hjá málmsteypu Lauritz Rasmussen í Kaupmannahöfn, komin til landsins og þá sótti Byggingarfélag alþýðu um að fá að setja hana upp í nánd við verkamannabústaðina við Hringbraut. Styttan var sett upp í október 1955 en Sigurjón var þá búsettur í Danmörku. Björn Th. Björnsson segir í listasögu sinni að það hafi verið ásetningur Sigurjóns að fanga ekki aðeins „líking“ Héðins, heldur „engu síður hið gustmikla fas“ hins öfluga stjórnmálaskörungs og verkalýðsfrömuðar. Um leið vildi hann myndgera hugmyndina um leiðtoga sem ávallt er fastur fyrir. Að sögn Björns Th. Björnssonar sýnir Sigurjón Héðinn „í hita baráttu en köldum næðingi útifundar. Föt hans eru laus, vindurinn sveiflar til frakkalafi hans; annarri hendinni heldur hann niður með síðunni, en í henni hefur hann minnisblað. (Björn Th. Björnsson: Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld II, bls. 200).

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann