Flokkar

 

Áratugur

Móðir jörð

Móðir jörð

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1936
  • Hæð : cm
  • Breidd : 96 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett í Grasagarðinum í Laugardal. Myndina Móðir jörð gerði Ásmundur er hann dvaldi í nokkra mánuði í Kaupmannahöfn árið 1936. Hún sýnir barn sem sýgur brjóst móður sinnar. Myndin var stækkuð og steypt í brons árið 1957. Myndbygging Móður jarðar er nánast klassískur pýramídi. Fætur og bak konunnar og barnið og vinstri hönd konunnar mynda samhverfu, stöðugt form, sem gefur myndinni festu og kyrrð. Þetta jafnvægi í heildarsýn myndarinnar er síðan liðkað með mjúkum línum og ávölum formum í líkama konunnar og barnsins. Þá er meiri léttleiki í þessu verki en fyrri verkum listamannsins, sem meðal annars er skapaður með holrými milli konunnar og barnsins. Líkamar konu og barns eru einfaldaðir í frumdrætti sína. Efnið er hér líkt og áður til að skilgreina formið sem í einfaldleik sínum gefur myndinni táknrænt gildi og um leið fjölbreytilega túlkunarmöguleika. Margar skýringar koma því til greina þegar rætt er um inntak verksins, bæði sálfræðilegar og trúarlegar. En ef við styðjumst við hugmyndir listamannsins, þá táknar konan jörðina og barnið mannfólkið. Hér er því um að ræða hina frjósömu og gjöfulu jörð sem elur mannkynið. Um verk sitt sagði listamaðurinn í samtali við Matthías Johannessen í Bókinni um Ásmund: „Ég gerði Móður jörð í Danmörku um svipað leyti og Kossinn. Ég gerði hana fyrir föður minn, sem trúði á mold og jörð. Þetta er einasta framlag mitt til landbúnaðarins“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann