Flokkar

 

Áratugur

Á heimleið

Á heimleið

Gunnfríður Jónsdóttir


  • Ár : 1947
  • Hæð : 67 cm
  • Breidd : 37 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett í Hljómskálagarðinum. Verkið Á heimleið eftir Gunnfríði Jónsdóttur var afhjúpað 8. maí 1947 í höggmyndagarði Sólheima í Grímsnesi. Myndin var gefin til minningar um Gunnar Ásgeirsson, stórkaupmann og sérstakan heimilisvin Sólheima. Í dag stendur höggmyndin í austanverðum Hljómskálagarðinum en þaðan kom hún frá gatnamótum Freyjugötu og Mímisvegar þar sem Ásmundarsalur stendur. Gunnfríður bjó og starfaði áður í því húsi er hún var gift myndhöggvaranum Ásmundi Sveinssyni. Á reitnum við Ásmundarsal þar sem verkið stóð áður stendur stöpull sem nefnist Gunnfríðarstöpull. Þar er sérstakt sýningarrými fyrir útilistaverk myndlistamanna sem fá að sýna verk sín í þrjá til fjóra mánuði í senn. Á heimleið er smágerð og fíngerð stytta af konu sem situr og virðist annað hvort nýsest eða við það að standa upp. Styttan er sérstaklega áhugaverð á að líta frá hlið en þá sést hversu hnarreist konan situr og áhorfandinn getur velt fyrir sér eftir hverju eða hverjum hún sé að bíða.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann