Á heimleið
Gunnfríður Jónsdóttir
- Ár : 1947
- Hæð : 67 cm
- Breidd : 37 cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Málmskúlptúr
Verkið er staðsett í Hljómskálagarðinum. Verkið Á heimleið eftir Gunnfríði Jónsdóttur var afhjúpað 8. maí 1947 í höggmyndagarði Sólheima í Grímsnesi. Myndin var gefin til minningar um Gunnar Ásgeirsson, stórkaupmann og sérstakan heimilisvin Sólheima. Í dag stendur höggmyndin í austanverðum Hljómskálagarðinum en þaðan kom hún frá gatnamótum Freyjugötu og Mímisvegar þar sem Ásmundarsalur stendur. Gunnfríður bjó og starfaði áður í því húsi er hún var gift myndhöggvaranum Ásmundi Sveinssyni. Á reitnum við Ásmundarsal þar sem verkið stóð áður stendur stöpull sem nefnist Gunnfríðarstöpull. Þar er sérstakt sýningarrými fyrir útilistaverk myndlistamanna sem fá að sýna verk sín í þrjá til fjóra mánuði í senn. Á heimleið er smágerð og fíngerð stytta af konu sem situr og virðist annað hvort nýsest eða við það að standa upp. Styttan er sérstaklega áhugaverð á að líta frá hlið en þá sést hversu hnarreist konan situr og áhorfandinn getur velt fyrir sér eftir hverju eða hverjum hún sé að bíða.
Veistu meira? Líka við Mitt safn