Flokkar

 

Áratugur

Landnámskonan

Landnámskonan

Gunnfríður Jónsdóttir


  • Ár : 1955
  • Hæð : 216 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Steinskúlptúr

Verkið er staðsett í höggmyndagarði kvenna við tjörnina Landnámskonan er síðasta stóra verkið sem Gunnfríður mótaði árið 1955. Það er að mörgu leyti mjög lýsandi verk fyrir listakonuna. Forfeður, formæður og almennt kvenskörungar íslenskra sagna voru henni hugleiknar. Verkið tengist ef til vill óbeint minningu tveggja íslenskra kvenna, Hallveigar Fróðadóttur og Auðar djúpúðgu. Verkið vísar einnig til landnámskvenna í víðtækari merkingu og þá ekki síst til kvenna í heimi listanna, þar á meðal Gunnfríðar sjálfrar, fyrstu konunnar sem vann höggmyndir á Íslandi. Landnámskonan stendur bein og hnarreist og horfir fram fyrir sig. Það virðist ekki hafa verið Gunnfríði ofarlega í huga að glíma við formræn vandamál heldur reisir hún kyrrstæðan minnisvarða yfir þessa táknmynd frumkvöðla í kvennastétt og gengur að því verkefni með alvöru og lotningu fyrir viðfangsefninu.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann