Móðir mín í kví kví (stækkun)
Ásmundur Sveinsson
- Ár : 1943
- Hæð : 128 cm
- Breidd : cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Steinskúlptúr
Verkið er staðsett við Seljatjörn í Seljahverfi. Ásmundur Sveinsson sótti meðal annars innblástur í þjóðsögur í verkum sínum og slíkar tengingar er að finna í verkinu Móðir mín í kví, kví. Verkið sýnir útborið og afturgengið barnið birtast angistarfullri móður sinni og bjóða henni „dulu að dansa í.“ Verkið hefur einföld form þar sem ekki er að finna smáatriði í líkama móður og barns, eftir stendur aðeins það sem nægir til þess að koma inntaki verksins til skila.
Veistu meira? Líka við Mitt safn