Flokkar

 

Áratugur

Klyfjahestur

Klyfjahestur

Sigurjón Ólafsson


  • Ár : 1959-1963
  • Hæð : 330 cm
  • Breidd : 190 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Sett upp í Sogamýri 1966, flutt á Hlemmtorg 2005 Í tilefni af fimmtugsafmæli Sigurjóns Ólafssonar árið 1958 fól Reykjavíkurborg honum að gera bronsmynd af klyfjahesti sem skyldi komið fyrir á Hlemmi, en þar var forðum áningarstaður hestalesta til og frá Reykjavík. Einnig var áformað að koma fyrir á Hlemmi eftirlíkingu drykkjarþróarinnar sem þar var. Verkið sýnir folaldsmeri með klyfjum. Vinstra megin ber hún planka, en koffort og pinkla hægra megin. Í humátt á eftir henni töltir folald og hnusar að móður sinni. Folaldið er með í för til að árétta að listamaðurinn sé að fjalla um aðstæður fátæka bóndans sem ekki hafi efni á að hlífa folaldsmeri sinni við klyfjum. Sigurjón hafði ungur fylgst með bændum á ferð með klyfjaða hesta sína í kaupstaðaferðum á Eyrarbakka. Til er ljósmynd frá 1890 af slíkri kaupstaðarferð sem talið er að listamaðurinn hafi haft til hliðsjónar. Hann vann síðan að hugmyndinni á árunum 1959–63 og verkið var steypt í brons hjá Lauritz Rasmussen í Kaupmannahöfn 1965. Sökum kostnaðar var folaldið ekki sent til afsteypu fyrr en 1984.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann