Flokkar

 

Áratugur

Minnisvarðinn Glitfaxi

Minnisvarðinn Glitfaxi

Einar Jónsson


  • Ár : 1955
  • Hæð : 90 cm
  • Breidd : 45 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Verkið er staðsett við austurenda Fossvogskirkju. Verkið er í eigu Flugmálafélags Íslands. Minnisvarðinn um Glitfaxa (1955) er eitt af síðustu verkunum sem Einar Jónsson gerði og hann samþykkti staðsetningu verksins skömmu fyrir andlát sitt. Minnismerkið stendur við hlið Fossvogskirkju og er til minningar um alla sem hafa farist í flugslysum. Glitfaxi er einnig tilvísun í þausem fórust með áætlunarflugi Flugfélags Íslands, Glitfaxa, á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur 31. janúar 1951. Flugmálafélag Íslands lét setja verkið upp þann 15. október 1955. Minnisvarðinn stóð ómerktur fram til ársins 2006 en þá lét Flugmaìlafeìlag Iìslands setja minningarplötu aì foìtstallinn. Nuì maì þviì lesa nafn verksins og listamannsins aìsamt aìletruninni: „Til minningar um þaì sem farizt hafa iì flugslysum.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann