Alda Aldanna
Einar Jónsson
- Ár : 1905
- Hæð : 35 cm
- Breidd : cm
- Grein : Skúlptúr
- Undirgrein : Málmskúlptúr
Einar Jónsson myndhöggvari (1874-1954) var einn þeirra listamanna sem í byrjun 20. aldar lögðu grunn að nútímamyndlist hér á landi og sá fyrsti sem gerði höggmyndalist að aðalstarfi. Einar var fæddur að Galtafelli í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sem voru bændur. Hann hélt til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði við Konunglegu listaakademíunna frá 1896-1899. Á námsárunum ferðaðist hann til Rómar þar sem hann dvaldi í eitt ár og þar mótuðust hugmyndir hans um hlutverk listamannsins. Myndefni í höggmyndir sínar sótti hann gjarnan í goðsöguleg minni. Árið 1909 bauð Einar íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að reist yrði yfir þau safn. Safnið er byggt eftir teikningum Einars sjálfs en Einar Erlendsson húsameistari áritaði teikninguna 1916. Listasafn Einars Jónssonar var vígt á Jónsmessudag 23. júní árið 1923 og var það fyrsta listasafn á Íslandi. Einar valdi safninu stað á Skólavörðuhæð sem þá var eyðiholt í útjaðri Reykjavíkur og var safnið fyrsta byggingin á hæðinni en það var hæsti sjónarhóll bæjarins. Einar og fleiri samtíðarmenn sáu Skólavörðuhæðina sem „háborg Íslands“.
Veistu meira? Líka við Mitt safn